spot_img
HomeFréttirJólin mín: Ágúst Sigurður Björgvinsson

Jólin mín: Ágúst Sigurður Björgvinsson

12:00
{mosimage}

(Ágúst Sigurður Björgvinsson)

Kvennalandsliðsþjálfarinn Ágúst Sigurður Björgvinsson hefur aldrei borðað skötu og honum finnst jólalegt að koma til Grindavíkur. Ágúst segir lesendum Karfan.is aðeins frá jólahátíðinni sinni.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Nei ég hef aldrei borðað skötu en stefni á að gera það í ár

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Ætli það verði ekki hamborgarhryggur, en mér finnst hangikjötið besti jólamaturinn

Ferð þú í messu á aðfangadag?
Stundum

Hvað langar þig í í jólagjöf?
Góða bók

Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur?
Alltaf fundist jólalegt að koma til Grindavíkur. Var öll mín barnaár í Grindavík um jólin hjá ömmu og afa. En nú kem ég aðeins til Grindavíkur á leiki eða til að þjálfa landsliðið.

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Þjálfa, lesa og slappa af

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Hurðaskellir

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -