spot_img
HomeFréttirJólamót Vals 2024

Jólamót Vals 2024

Jólamót Vals í körfuknattleik verður haldið helgina 7.-8. desember næstkomandi. Um er að ræða minniboltamót fyrir fyrir stráka og stelpur 9 ára og yngri.


Vegleg þátttökuverðlaun. Medalía, glaðningur, tannkrem og tannbursti. Alvöru Körfubolta-Partý. Rent-A-Party breytir veislusalnum í sannkallaða jólaveislu: Þythokkí, PS5 með NBA 2K, Diskóljós, Myndakassi með jólabakgrunni… og hver veit, kannski lætur jólasveinninn líka sjá sig!

Þátttökugjald er 3.500 á hvern iðkanda en leikið er 1 x 12 mínútur og fá öll lið a.m.k fjóra leiki.

Farið er eftir reglugerð KKÍ um minniboltamót
Leikskólahópar leika 3 gegn 3,
MB 6-7 ára leika 3 gegn 3,
MB 8-9 ára leika 4 gegn 4,
5 ára og yngri spila saman (bæði kyn) en 6 – 9 ára spila sér.

Mótsdagar
Strákar spila á laugardegi
Krílabolti (bæði kyn) spila á laugardegi
Stelpur spila á sunnudegi

Skráningafrestur er til og með 30. nóvember og verður mótsbæklingur og leikjaniðurröðun send út þriðjudaginn 3. desember. Allar nánari upplýsingar um mótið veita Louisa íþróttafulltrúi [email protected] og Ágúst yfirþjálfari [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -