spot_img
HomeNBAJokic/Murray sýning í Miami - Nuggets tóku forystu

Jokic/Murray sýning í Miami – Nuggets tóku forystu

Einvígið um NBA titilinn ferðaðist sömu leið og Lebron James hér um árið þegar liðin yfirgáfu þunna loftið í Denver og leikið var á suður ströndinni í Miami. Denver Nuggets komu sér aftur í forystu í einvíginu þegar liðin mættust í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. 109-94 varð niðurstaða kvöldsins.

Það virtist fljótlega vera ljóst í hvað stefndi þetta kvöldið þegar Denver sigldi sigrinum í land með frábærum varnarleik. Vonsviknir stuðningsmenn Miami fór hægt en örygglega að hverfa úr stúkunni fljótlega í seinni hálfleik og tómlegt var að litast um þegar lokaflautið gall enda þeirra menn langt frá sínu besta. Bam Adebayo leikmaður Miami var einmitt spurður út í þessa staðreynd eftir leik en lét sér lítið um finnast. “Einbeitning mín á þessum tímapunkti er að spila góðar vörn og finna leiðir til að skora, ekki á stuðningsmönnum sem eru að yfirgefa höllina.”

MVP fólksins, Nicola Jokic heldur áfram að troða sokkum og í nótt varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að setja upp þrennu í úrslita einvíginu sem saman stendur af +30/20/10 þegar hannn skoraði 32 stig, tók 21 frákast og sendi 10 stoðsendingar. Og allt þetta gegn engum aukvisa þegar kemur að varnarleik (Bam Adebayo) Aukinheldur slóst Jamal Murray með í þrennupartýið og hnoðaði í 34 stig 10 fráköst og 10 stoðsendingar sem er þá í fyrsta skipti í sögu NBA sem samherjar setja upp þrennu með 30 stigum eða meira.

Forystu sauðir þeirra Miami, Jimmy Butler og Bam Adebayo skiluðu svo sem sínu í þessum leik en fengu litla hjálp frá “aðstoðarmönnum” sínum þetta kvöldið. “Við þurfum bara að koma með meiri kraft í leikinn. Þetta er engin taktík sem lagar þetta heldur bara við sem lið. Og það er auðvelt” sagði Jimmy eftir leik í nótt.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -