Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Ball höllinni í Denver báru heimamenn í Nuggets sigurorð af Boston Celtics með 123 stigum gegn 111.
Bæði eru liðin efst í sínum deildum eftir leikinn, Nuggets með 67% sigurhlutfall og Celtics með 70% sigurhlutfall, en á meðan að Nuggets hafa unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum hefur Celtics heldur betur fatast flugið og hafa unnið aðeins fimm af síðustu tíu leikjum sínum.
Verðmætasti leikmaður deildarinnar síðustu tvö tímabil Nikola Jokic var atkvæðamestur fyrir Nuggets í nótt með 30 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar á meðan að Jaylen Brown skilaði 30 stigum og 8 fráköstum fyrir Celtics.
Sacramento Kings 108 – 118 Memphis Grizzlies
Washington Wizards 118 – 95 Milwaukee Bucks
Boston Celtics 111 – 123 Denver Nuggets