spot_img
HomeFréttirJóhanna nefbrotin og verður ekki með Haukum í kvöld

Jóhanna nefbrotin og verður ekki með Haukum í kvöld

Hafnfirðingar verða án Jóhönnu Bjarkar Sveinsdóttur í kvöld þegar Haukar heimsækja Val í Vodafonehöllina í fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna. Jóhanna nefbrotnaði á æfingu með Haukum síðastliðinn föstudag og er vonast til að þetta verði eini leikurinn sem hún missi af vegna meiðslanna.
 
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhanna nefbrotnar en það gerði hún einnig árið 2008 en það mun hafa verið vægara brot. Jóhanna mun því að öllum líkindum, þegar hún snýr aftur, skipa sér á bekk með Kjartani Atla Kjartanssyni leikmanni Stjörnunnar og leika með grímu.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -