Jóhann Þór Ólafsson var merkilega rólegur eftir geggjaðan sigur:
Til hamingju með geggjaðan sigur. Þið hafið verið til að byrja með í seríunni í svolitlum vandræðum með vagg-og-veltu-vörnina en það virðist kannski vera að skána mikið og vörnin heildina á litið góð í kvöld?
Jájá það er alveg rétt. Þeir voru með einhverjar nýjungar og við lentum í svolitlum vandræðum en við aðlöguðum okkur bara að því og höfum gert það mjög vel og ég er mjög sáttur með strákana.
Jóhann var auðvitað ekki á þeirri skoðun að sigurinn í leik þrjú hafi verið svo óvæntur.
Við höfum bara sýnt það núna í síðustu þremum leikjum að við erum fullfærir um að keppa við þetta KR-lið.
Það er kannski bara ágætt að fáir hafi trú á ykkur og það vill kannski oft virka þannig að það hleypir meiri krafti og baráttu í ykkur?
Jájá klárlega spilar það eitthvað inní. Við horfum líka svolítið á þetta þannig að við ætlum bara að njóta þess að fá að taka þátt í þessu. Ef við förum eitthvað að skoða djúpt á bekkinn hjá KR þá eru þeir kannski eitthvað betri en við höfum sýnt það að við erum ekkert síðri en þeir. Við erum auðvitað að fara í risastóran leik á sunnudaginn, gerist ekki stærra og nú söfnum við bara krafti og mætum tilbúnir!
Kári Viðarsson