spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJóhann Þór: Ætlum okkur að gera betur en í fyrra

Jóhann Þór: Ætlum okkur að gera betur en í fyrra

Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Næst eru það Grindvíkingar.

Grindavík

Grindavík var nokkuð vonbrigðalið á síðustu leiktíð. Liðið missti nánast allt byrjunarlið sitt í sumar en fékk nokkuð óvænt Arnar frá Tindastól sem styrkir liðið mjög. Grindavík er til alls líklegt í vetur og verður spennandi að fylgjast með þeim.

Spá KKÍ: 6. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 6. sæti

Þjálfari liðsins: Jóhann Þór Ólafsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Hlynur Hreinsson. Leikmaður sem hefur gert flotta hluti með FSu síðustu ár fær nú tækifæri með sterku liði í efstu deild. Fær að sýna úr hverju hann er gerður í vetur.

Komnir og farnir: 

Komnir:

Sigtryggur Arnar Björnsson frá Tindastól

Hlynur Hreinsson frá FSu

Nökkvi Harðarson frá Vestra

Terrell Vinson frá Njarðvík

Michalis Liapism frá  CS Politehnica Iași (Rúmeníu)

Jordy Kuiper frá NC Greensboro (USA)

Farnir:

Ingvi Þór Guðmundsson til USA

Dagur Kár Jónsson til Stjörnunnar

Ómar Örn Sævarsson hættur

Þorsteinn Finnbogason til Breiðabliks

J’Nathan Bullock til Filipseyja

Sigurður Gunnar Þorsteinsson til ÍR

Viðtal við Jóhann um komandi tímabil

Fréttir
- Auglýsing -