spot_img
HomeFréttirJóhann: Sterkur sigur á erfiðum útivelli

Jóhann: Sterkur sigur á erfiðum útivelli

,,Þetta var gríðalega sterkur sigur hjá okkur. Við vorum mjög ósáttir við tapið gegn Keflavík þó við náum ekki að kvitta fyrir það hér þá náum við allavega að koma til baka með sigur hér og að sama skapi Snæfell að tapa þar sem þeir eru svona lið númer tvö einsog staðan er með liðin á toppnum. Við náum góðum kafla í upphafi en fáum það oft í bakið aftur og sérstaklega í þriðja hluta gegn svæðisvörninni hjá þeim þar sem þeir ná stóru áhlaupi á okkur. En virkilega góður sigur líka í ljósi þess að við missum Sammy [Zeglinski] útaf og sýnir kannski breiddina hjá okkur,” sagði Jóhann Árni Ólafsson sem var stigahæstur í leiknum hjá Grindavík með 23 stig.
 
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur veit hvernig er að koma í Hólminn og bjóst við hörkurimmu.
,,Þetta var mjög erfiður leikur eins og ég bjóst við og jafn alveg undir lokin sem var raunin og var hrikalega ánægður með að ná að klára þetta. Við byrjuðum líka ágætlega í upphafi seinni hálfleiks en svo dalar þetta hjá okkur og dettum alveg niður á hælana og hikstum vel. Svo fórum við að sækja bara vel á körfuna og það skilaði okkur sterkum sigri á mjög erfiðum útivelli.”
 
Ingi Þór var allt annað en sáttur við leik sinna manna heilt yfir.
,,Við byrjum leikinn eins og við byrjuðu hérna í Lengjubikarnum að þeir fá duglegt forskot en á heildina litið vorum við ekki nógu góðir og við verðum að vera góðir til að vinna leiki í deildinni og það er bara svo einfalt.”
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson
Viðtöl/ Símon B. Hjaltalín 
Fréttir
- Auglýsing -