spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJóhann segir Grindvíkinga ekki alveg sátta með hóp liðsins "Erum að skoða...

Jóhann segir Grindvíkinga ekki alveg sátta með hóp liðsins “Erum að skoða nokkra möguleika”

Íslandsmeistarar Vals lögðu Grindavík í 2. umferð Subway deildar karla í HS Orku Höllinni í kvöld, 67-68. Bæði lið hafa því unnið einn og tapað einum það sem af er móti, en Valur tapaði fyrir Stjörnunni í 1. umferð á meðan að Grindavík lagði KR.

Hérna er tölfræði leiksins

Karfan spjallaði við Jóhann Þór Ólafsson þjálfara Grindavíkur eftir leik.

Þetta var jafn og harður leikur, góð barátta og vilji í báðum liðum. Ég get lítið kvartað þótt leikurinn hafi ekki verið vel spilaður, og þá sérstaklega sóknarleikurinn – menn voru að leggja sig alla fram og það er jákvætt.

En sóknarleikur okkar var alls ekki nógu góður og við verðum að fá betra flæði í sóknina og munum vinna vel í því. 

Hins vegar mátti varla sjá á milli liðanna og sigurinn hefði svo sem getað lent okkar megin. Við gerðum mistök í blálokin sem ég tek á mig – ég hélt að það væri minna eftir og þess vegna tókum við þriggja stiga skot of snemma og eins og ég sagði, það skrifast alfarið á mig.

Hvað hópinn varðar erum við ekki alveg sáttir með stöðuna; það er vissulega margt gott og jákvætt að finna í liðinu, en við erum að skoða nokkra möguleika en það er of snemmt að tala um það núna.

Nú er bara að halda áfram veginn, læra af þessum leik og vinna vel í okkur sjálfum. 

Fréttir
- Auglýsing -