Karfan.is náði tali af Jóhanni Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur eftir þriðja og síðasta leik KR og Grindavíkur í 8 liða úrslitum Domino’s deildar karla. Jóhann sagði sína menn hafa byrjað leikinn illa en það sé í raun saga tímabilsins í vetur.
“Mínir menn fá alla vega kredit fyrir að halda áfram og reyna alla vega. Munurinn á liðunum er einfaldlega þessi og þar við situr.”
Aðspurður um hvort skort hafi leikgleði í liðinu í leiknum sagði hann það mögulega eitthvað vera til í því. “Þetta er náttúrulega erfitt. Þú ert allttaf að elta. Mér fannst þeir gera vel að fókusera eða reyna að fókusera á það sem skiptir máli, eins og að láta dómarana í friði og allt það. Leikgleði eða ekki, þeir eru bara töluvert betri en við.”