spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJóhann: Kiddi gerði bara hárrétt og henti honum út fyrir munnsöfnuð

Jóhann: Kiddi gerði bara hárrétt og henti honum út fyrir munnsöfnuð

KR lagði Grindavík í framlengdum leik á Meistaravöllum í kvöld í 11. umferð Bónus deildar karla, 120-112. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 12 í 3.-7. sæti deildarinnar.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Jóhann Þór Ólafsson þjálfara Grindavíkur eftir leik á Meistaravöllum.

Til að byrja með…mér fannst rosalega rólegt yfir þessum leik allan fyrri hálfleikinn…upplifðir þú það líka eða?

Já, þetta var ekkert ósvipað og bara í síðasta leik á móti Val, við töluðum um það í hálfleik að það væri kjörið tækifæri að stíga núna upp og grípa þennan leik og taka hann til okkar, svo ég get alveg tekið undir það.” 

Það var ýmislegt sem gerðist svo þarna í seinni hálfleik…Jordan fékk þarna 2 tæknivillur og lauk leik…svo er Mortensen í villuvandræðum og endar með fimm þegar nokkrar mínútur eru eftir…hvernig sérð þú þetta?

Ég sé þetta þannig að Daniel fær 2 ef ekki 3 villur sem mér fannst miðað við línuna sem er í leiknum bara ekki vera villur…erfitt að missa hann út og allt það en svona er þetta bara.

Jájá..og Jordan hefur væntanlega sagt eitthvað sem hefur farið í skapið í dómurunum…?

Kiddi gerði bara hárrétt og henti honum út fyrir munnsöfnuð, hann átti það bara skilið.

Akkúrat. En hvernig líst þér á hann…?

Hann hefur verið hjá okkur bara í einhverja 6 daga, jújú hann kann alveg körfubolta og allt það en það vantar bara upp á form, hann er sjálfsagt eitthvað pirraður yfir því og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og er risa verkefni. Nú kemur smá pása og við þurfum að nýta tímann eins vel og við getum.

Já…þið lendið náttúrulega í stóru-mannavandræðum heldur betur, Mortensen út, Jordan út og Kane ekki með…þetta var erfitt frá upphafi þarna í framlengingunni?

Jájá, algerlega, við vorum með stutta róteringu í seinni og kannski bara klaufar, við fengum allaveganna góða sénsa til að komast yfir þarna í síðasta playinu í fjórða leikhluta…og í þessum leikjum sem við höfum tapað hefur þetta verið svolítið stöngin út. En KR-ingar gera vel, það er hörku orka í þeim og ákefð, við réðum illa við Tóta, Þorra og Linards…þetta var bara erfitt.

Einmitt. En ef við horfum yfir stöðuna núna, nú er deildin hálfnuð og jólafrí, hvernig meturu stöðuna hjá þínum mönnum?

Við erum á mjög svipuðum stað og við vorum á á sama tíma í fyrra, en á móti kemur eru þetta svolítið pirrandi töp, eitthvað svona sem við horfum á að við hefðum alveg getað gert talsvert betur en þetta er hörku deild og ef þú ert ekki á tánum þá bara…það er fullt sem við getum bætt og lagað og það er bara markmiðið núna yfir hátíðirnar að finna bara taktinn.

Akkúrat, og mæta sprækir í janúar…

Já!

Fréttir
- Auglýsing -