spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJóhann: Kannski lausn að finna nýjan mann í starfið

Jóhann: Kannski lausn að finna nýjan mann í starfið

Grindavík tapaði stórt í Suðurnesjaslag kvöldsins gegn Keflavík. Grindvíkingar áttu aldrei séns í leiknum og fengu ærlegan skell.

Í viðtali eftir leik hjá Stöð 2 Sport gaf Jóhann það til kynna að hann væri að íhuga að segja starfi sínu lausu hjá Grindavík. Hann sagði þetta vera hræðilegt og að hann viðurkenndi að það hefði farið um huga hans að hætta.

Karfan.is ræddi einnig við Jóhann eftir leik þar sem hann sagðist hafa viljað segja margt en lætur það ógert.

Grindavík er með einn sigur eftir þrjá leiki og hafa valdið nokkrum vonbrigðum. Það gerði liðið líka á síðasta tímabili en tímabilið þar á undan leiddi Jóhann liðið alla leið í lokaúrslit Íslandsmótsins.

Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða Jóhanns verður hjá Grindavík en liðið mætir Þór Þ í Þorlákshöfn í næstu umferð.

Viðtal Körfunnar má finna í heild sinni hér að neðan auk klippunnar í viðtalinu við Stöð 2 Sport.

Fréttir
- Auglýsing -