spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaJóhann ekki áfram með Grindavík

Jóhann ekki áfram með Grindavík

Grindavík er í þjálfaraleit fyrir meistaraflokk kvenna en tilkynnt var fyrir stundu að Jóhann Árni Ólafsson myndi ekki stýra liðinu áfram.

Jóhann Árni stýrði liðinu síðustu tvö tímabil og kom liðinu uppí efstu deild á sínu fyrsta tímabili. Lið Grindavíkur féll úr Dominos deildinni á nýliðinni leiktíð þegar tímabilinu var slaufað vegna Covid 19 faraldursins.

Á Facebook síðu Grindavíkur segir að félagið sé nú í leit að nýjum þjálfara fyrir liðið auk þess sem Jóhann lætur af starfi sem yfirþjálfari yngri flokka en hann tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá Grindavíkurbæ.

Fréttir
- Auglýsing -