Jóhann Árni var að vonum svekktur með leikinn eftir að hafa hangið í heimamönnum allt fram í lokaleikhlutann. “Við vorum inni í leiknum allt fram í 4.leikhluta þegar að þeirra gæði byrja að koma inn í leikinn og þeir fóru að setja niður skotin sín. Við vorum að spila fína vörn fram að því og munurinn kannski full mikill hérna í lokin miða við hvernig leikurinn þróaðist.” Spurður út í framhaldið. “það eru bara jólin, smá frí og vonandi fáum við góðan kana og menn heila þannig að við getum gert þetta af einhverri alvöru og tekið meira þátt í þessu móti”.