12:40
{mosimage}
Stjarnan vann Hött í deild karla í gær 97-100 í leik þar sem jafnt var á nær öllum tölum. Munurinn var mestur átta stig, 76-86 þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Þann mun náðu Egilsstaðingar að brúa og jöfnuðu í 94-94 með körfu Lofts Þórs Einarsson. Hann fékk vítaskot, sem hann misnotaði, og hinum megin setti Ben Bellucci niður vítaskot í kjölfar körfu.
Í raun kláraði þessi viðsnúningur leikinn. Í stöðunni 97-99 fór Höttur í sókn og missti boltann. Þeir brutu framarlega og Bellucci settur niður annað vítaskotið. Hitt geigaði og áttu því Hattarmenn möguleika á að jafna. Björgvin Karl Gunnarsson reyndi þriggja stiga skot úr þokkalegri stöðu upp í vinstra horninu, en boltinn skoppaði upp af hringnum og því fögnuðu Garðbæingar sínum öðrum sigri í röð í 1. deildinni.
{mosimage}
Stjarnan hefur 6 stig í 5. sæti deildarinnar en Höttur 6. sæti með 4 stig.
Gangur leiksins: 29-26, 52-49, 71-74, 97-100.
Stigahæstir Hattar: Eugene 31, Viðar Örn 25
Stigahæstir Stjörnunnar: Belucci 26, Kjartan Kjartansson 23
Texti og myndir: Gunnar Gunnarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}