spot_img
HomeFréttirJoanna Skiba aftur til Grindavíkur

Joanna Skiba aftur til Grindavíkur

Grindavíkurstúlkur ætla ekkert að gefa eftir í toppbaráttunni í Iceland Express deildinni þar sem þær sitja nú í öðru sæti. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari liðsins staðfesti í samtali við karfan.is fyrir stundu að von væri á liðsstyrk á næstu dögum.
 
Jóhann sagði að hann hafi verið að líta í kringum sig undanfarið og hafi haft samband við Joanna Skiba sem lék með liðinu 2007-08. Gert hefur verið munnlegt samkomulag við Skiba og mun hún væntanlega koma á næstu dögum, eða eins fljótt og hægt er eins og Jóhann orðaði það.

 
 
Joanna Skiba lék 24 deildarleiki með Grinavík á sínum tíma, skoraði 18,3 stig í leik og gaf 6,9 stoðsendingar.
 
 
Mynd tekin af facebook
 
Fréttir
- Auglýsing -