Undir 16 og 18 ára lið Íslands taka þessa dagana þátt í Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi, en það fer fram frá 29. júní til 3. júlí. Í þessari röð er leikið gegn Noregi, Danmörku, Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi.
Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að fjölga í þjálfarateymum yngri landsliða. Áður höfðu verið tveir þjálfarar, en nú eru þar þrír þjálfarar, en það var gert til þess að koma leik sterkari sýn landsliða Íslands inn í félögin í landinu. Með undir 16 ára liði stúlkna eru ásamt aðalþjálfara liðsins Hallgrími Brynjólfssyni þau Jens Guðmundsson og Stefanía Ósk Ólafsdóttir.
Karfan tók þau tvö á tal í dag eftir leik gegn Eistlandi og ræddi við þau um ferðina til Finnlands og aðstoðarþjálfarastarfið.