spot_img
HomeFréttirJens og Stefanía Ósk um aðstoðarþjálfarastarfið "Mikill lærdómur sem maður fær hérna"

Jens og Stefanía Ósk um aðstoðarþjálfarastarfið “Mikill lærdómur sem maður fær hérna”

Undir 16 og 18 ára lið Íslands taka þessa dagana þátt í Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi, en það fer fram frá 29. júní til 3. júlí. Í þessari röð er leikið gegn Noregi, Danmörku, Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi.

Hérna eru fréttir af mótinu

Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að fjölga í þjálfarateymum yngri landsliða. Áður höfðu verið tveir þjálfarar, en nú eru þar þrír þjálfarar, en það var gert til þess að koma leik sterkari sýn landsliða Íslands inn í félögin í landinu. Með undir 16 ára liði stúlkna eru ásamt aðalþjálfara liðsins Hallgrími Brynjólfssyni þau Jens Guðmundsson og Stefanía Ósk Ólafsdóttir.

Karfan tók þau tvö á tal í dag eftir leik gegn Eistlandi og ræddi við þau um ferðina til Finnlands og aðstoðarþjálfarastarfið.

Fréttir
- Auglýsing -