Nú í dag var kunngjört að Jenny Boucek myndi taka yfir stjórnartaumum á liði Seattle Storm í WNBA deildinni. Jenny sagðist vera virkilega ánægð með ráðninguna í samtali við Karfan.is ”Þetta er mikill heiður fyrir mig að taka við Seattle liðinu og í raun hefur tilfinningalegt gildi fyrir mig þar sem ég hef verið hér meira og minna 11 síðustu ár.”
Boucek hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm síðan 2010 en áður hafði hún stjórnað liði Sacramento Monarchs. “Nú hefst uppbygging á þessu liði og vonandi að við náum hingað ungum leikmönnum sem við getum þróað í það að taka við keflinu og unnið fleiri titla á komandi árum, en það mun líklega ekki gerast strax.” bætti Boucek við.
Boucek var fyrir skömmu með námskeið fyrir ungar stúlkur í Keflavík og tókst námskeiðið með eindæmum vel og sögusagnir herma að þá þegar hafi verið rætt um að Boucek myndi snúa aftur með annað námskeið og taka þá með sér jafnvel leikmann úr WNBA.