16:26
{mosimage}
Körfuknattleikskonan Antasha Jones Jefferson hefur komist að samkomulagi við Keflavík um að leika með liðinu í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Antasha kemur úr WBCBL deildinni sem er atvinnu- og áhugamannadeild í Bandaríkjunum.
Jefferson er fædd 1975 og er 177 cm að hæð. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að Jefferson myndi leysa stöður skotbakvarðar, framherja og kraftframherja.
Í WBCBL deildinni lék Jefferson með Memphis Lady Blazers. WBCBL er sama deild og Lakiste Barkus lék í en Barkus lék með Keflavíkurliðinu á síðustu leiktíð.
Frétt af www.vf.is