Það fer heldur betur að styttast í að Dominos deild karla hefjist og eru liðin að undirbúa sig fyrir komandi átök. Njarðvíkingar hafa endurheimt Jev Ivey sem varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2006 en hefur leikið í Finnlandi síðustu ár.
Ivey hefur ekkert verið að taka því rólega í sumar en á dögunum æfði hann með mikilvægasta leikmanni NBA deildarinnar, James Harden. Samkvæmt facebook síðu Njarðvíkur mun Jeb Ivey hafa haft betur í viðureign þeirra félaga á æfingunni.
Njarðvík hefur leik í Dominos deild karla gegn nágrönnum sínum í Keflavík þann 4. október. Það verður eitthvað barist þá líkt og yfirleitt þegar þessi lið mætast.