spot_img
HomeFréttirJasikevicius snýr aftur til Barcelona - Rodriguez áfram hjá Madrid

Jasikevicius snýr aftur til Barcelona – Rodriguez áfram hjá Madrid

Barcelona og Litháinn Sarunas Jasikevicius hafa gert með sér eins árs samning. Samningurinn tekur þó mið af því að Sarunas standist læknisskoðun. Ef allt gengur eftir verður kappinn liðsmaður Börsunga á ný síðan undir lok tímabilsins 2002-2003. Í mörg horn er greinilega að líta þessi dægrin hjá Sarunas sem er nú á leið til London með Ólympíuliði Litháen.
Rodriguez framlengir hjá Madrid
Sergio Rodrizuez hefur framlengt hjá Real Madrid í ACB deildinni á Spáni og verður hann áfram á mála hjá liðinu fram til loka tímabilsins 2014-2015. Hinn 26 ára gamli Rodriguez kom til Madrídar leiktíðina 2010-2011 eftir fjögurra ára veru í NBA deildinni.
 
Mynd/ FIBA: Sarunas Jasikevicius er á leið til Börsunga á ný.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -