Barcelona og Litháinn Sarunas Jasikevicius hafa gert með sér eins árs samning. Samningurinn tekur þó mið af því að Sarunas standist læknisskoðun. Ef allt gengur eftir verður kappinn liðsmaður Börsunga á ný síðan undir lok tímabilsins 2002-2003. Í mörg horn er greinilega að líta þessi dægrin hjá Sarunas sem er nú á leið til London með Ólympíuliði Litháen.
Rodriguez framlengir hjá Madrid
Sergio Rodrizuez hefur framlengt hjá Real Madrid í ACB deildinni á Spáni og verður hann áfram á mála hjá liðinu fram til loka tímabilsins 2014-2015. Hinn 26 ára gamli Rodriguez kom til Madrídar leiktíðina 2010-2011 eftir fjögurra ára veru í NBA deildinni.
Mynd/ FIBA: Sarunas Jasikevicius er á leið til Börsunga á ný.