Bakvörðurinn efnilegi Jana Falsdóttir hefur ákveðið að semja við Hauka fyrir næsta tímabil samkvæmt heimildum Körfunnar.
Jana, sem er 15 ára gömul, kemur til liðsins frá Keflavík, en lék á síðasta tímabili 11 leiki með Stjörnunni í fyrstu deildinni. Þar skilaði hún 17 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsendingum og 5 stolnum boltum á um 33 mínútum að meðaltali í leik. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, nú síðast í byjun mánaðar sem fyrirliði undir 16 ára liðs stúlkna á Norðurlandamótinu í Kisakallio.