spot_img
HomeFréttirJames Harden verðmætasti leikmaðurinn

James Harden verðmætasti leikmaðurinn

 

Verðlaunaafhending NBA deildarinnar fór fram í kvöld við hátíðlega athöfn í Santa Monica í Kaliforníu. Er þetta annað árið sem slík verðlaunaafhending er haldin, en fyrir síðasta ár höfðu verðlaun einstakra flokka verið veitt hvert í sínu lagi.

 

Kynnirinn þetta árið var leikarinn Anthony Anderson, en hann tók við því starfi af rapparanum Drake. Sem þó var talinn hafa staðið sig ágætlega þegar að verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í fyrra. Anderson hingað til helst verið þekktur fyrir gamanmál, eins og hann sýndi þegar hann fékk þá Rockets bræður í stutt viðtal til sín.

 

 

 

 

Verðlaunaafhendingin sjálf nokkuð hefðbundin, þar sem að í flokkunum höfðu komið út tilnefningar rétt eftir að tímabilinu lauk. Það skal tekið fram (fyrir þá sem ekki vita) að verðlaunin eru að sjálfsögðu fyrir tímabilið í heild, en ekki úrslitakeppnina. 

 

Lítið kom á óvart við hverjir fengu verðlaun. Helst hefði verið hægt að ræða hvort að leikmaður Los Angeles Clippers, Lou Williams eða leikmaður Houston Rockets, Eric Gordon fengi verðlaun besta sjötta mannsins, en sá fyrrnefndi hlaut þau. Sjá má hér fyrir neðan hverjir voru tilnefndir í hverjum flokki og er sá er vann feitletraður.

 

 

 

Verðmætasti leikmaður
Nýliði ársins
Varnarmaður ársins
Sjötti maður ársins
Mestu framför
Þjálfari ársins

 

 

Verðlaun voru veitt í fleiri flokkum, s.s. fyrir að vera best klæddur, besta leikkerfið og fleira. Það má allt sjá hér.

Fréttir
- Auglýsing -