Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari í 10. flokki drengja eftir öruggan sigur gegn ÍR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 80-112.
Besti leikmaður úrslitaleiksins var leikmaður Stjörnunnar Jakob Leifsson. Á aðeins rúmri 31 mínútu spilaðri skilaði hann 40 stigum, 9 fráköstum, 7 stoðsendingum og 7 stolnum boltum, en í heild var hann með 45 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Karfan spjallaði við Jakob eftir hann lyfti bikarnum með sínum mönnum í Laugardalshöllinni.