KR hafði betur gegn Hetti á Meistaravöllum í kvöld í 19. umferð Bónus deildar karla, 97-75.
Eftir leikinn er KR með 18 stig í 7.-8. sæti deildarinnar. Höttur er hinsvegar í 11. sætinu með 8 stig, en þar sem þeir náðu ekki að ná í sigur í kvöld er liðið fallið og mun því fylgja Haukum í fyrstu deildina á næsta tímabili.
Karfan spjallaði við Jakob Örn Sigurðarson þjálfara KR eftir leik á Meistaravöllum.