spot_img
HomeFréttirJakob Sigurðarson: Búnir að bíða eftir þessu

Jakob Sigurðarson: Búnir að bíða eftir þessu

00:48 

{mosimage}

 

 

 Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Vigo á Spáni, setti niður 11 stig fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Jakob segir sigurinn gegn Lúxemborg í kvöld vera eitthvað til þess að byggja á og telur landsliðið betur búið undir framhaldið með sigur í farteskinu.

 

„Við vorum búnir að bíða eftir sigri og vonandi að hann verði til þess að við spilum betur saman og verðum aðeins léttari inni á vellinum,“ sagði Jakob í samtali við Karfan.is eftir leikinn í kvöld.

 

Spurður hvort örvænting hefði verið farin að gera vart um sig í íslenska hópnum eftir tvo tapleiki sagði Jakob svo ekki vera. „Við vissum að við þurftum nauðsynlega á sigri að halda í kvöld og nú þegar sigurinn er í höfn verður framhaldið auðveldara,“ sagði Jakob.

 

Jakob hafði ekki miklar fréttir að færa af austurríska liðinu en hann sagðist þó hafa frengir af því að þeir léku svipaðan bolta og Lúxemborg. Í kvöld sinnti Jakob stöðu leikstjórnanda í fjarveru Jóns Arnórs sem meiddist í leiknum en Jakob sagði að honum liði vel í þeirri stöðu sem og skotbakvarðastöðunni. „Mér líður vel í báðum stöðunum og ég spila bara þá stöðu sem þjálfarinn leggur fyrir mig,“ sagði Jakob.

 

Hvernig leggst svo leikurinn gegn Austurríki í Jakob?

 

„Leikurinn leggst vel í mig og ég finn að það er aðeins öðruvísi andrúmsloft í liðinu en eftir fyrstu tvo leikina og nú eru menn meira tilbúnir í framhaldið en áður,“ sagði Jakob að lokum.

 

[email protected]

 

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -