8:00
{mosimage}
Landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson var í dag valinn verðmætasti leikmaðurinn á æfingamóti sem liðið hans Univer Kesckemet tóku þátt í.
Í fyrradag siguðu Univer Kesckemet, Kataja frá Finnlandi 83-60 og skoraði Jakob þar 13 stig á 22 mínútum. En í gær sigurðu þeir Kormend sem endaði í öðru sæti ungversku deildarinnar á síðasta tímabili 90-87 og var Jakob með 16 stig í leiknum.
Í mótslok var Jakob Örn svo valinn MVP, eða verðmætasti leikmaður mótsins. Góð viðurkenning sem eflir sjálfstraustið enn frekar hjá þessum snjalla bakverði.
Liðin í Ungverjalandi eru á fullu að undirbúa sig fyrir átökin sem hefjast í kringum 10. október.
Mynd: www.karfan.is