spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaJakob og Adama taka við KR

Jakob og Adama taka við KR

KR hefur ráðið Jakob Örn Sigurðarson sem aðalþjálfara meistaraflokks karla, Jakob hefur jafnframt verið ráðinn framkvæmdastjóri deildarinnar. Þá er Adama Darboe genginn til liðs við KR á ný, hann mun vera aðstoðarþjálfari Jakobs ásamt því að spila með liðinu.

“Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,”

“Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman.“

“Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka.” Sagði Jakob um nýja starfið í Vesturbænum.

“Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig,”

Með því að ráða Jakob sem þjálfara fær KR gríðarlegan fagmann og ég er ótrúlega ánægður með að fá að vinna með honum bæði innan sem utan vallar. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.” segir Adama Darboe.

Fréttir
- Auglýsing -