Borås Basket sigruðu Norrkopping Dolphins í sænsku deildinni í kvöld, 91-89. Borås voru með yfirhöndina lengst af í leiknum en sprettur Norrkopping í fjórða hluta stofnaði sigrinum í hættu fyrir heimamenn í Borås.
Jakob Sigurðarson skoraði 8 stig í leiknum en hann hitti fremur illa á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Jakob skaut 2/9 utan af velli en tók 3 fráköst og stal 2 boltum í leiknum. Hann skoraði einnig 4 mikilvæg stig á vítalínunni í lok leiks eftir að Norrkoping hafði minnkað muninn niður í 2 stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum.
Stigahæstur í liði Borås var Christian Maråker með 24 stig en hjá Norrkopping leiddi Mikael Lundquist með 33 stig.
Borås hafa sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni sem af er og eru í öðru sæti.
Mynd: Borasbasket.se