spot_img
HomeFréttirJakob með 20 stig í útisigri þegar Sundsvall tók 2-0 forystu

Jakob með 20 stig í útisigri þegar Sundsvall tók 2-0 forystu

 
Sundsvall Dragons eru komnir í 2-0 gegn Södertalje Kings í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson fóru með Drekunum á heimavöll Södertalje í kvöld og höfðu betur 76-81 með sterkum endasprett en Sundsvall vann fjórða leikhluta 15-25.
Jakob átti flottan leik í kvöld, var stigahæstur hjá Sundsvall með 20 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst á rúmum 37 mínútum. Hlynur bætti við 12 stigum, 7 fráköstum og tveimur stolnum boltum.
 
Þriðji leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á heimavelli Sundsvall þar sem liðið getur tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar en í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við LF Basket og Norrköping Dolphins.
 
Mynd/ Jakob gerði 20 stig fyrir Sundsvall í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -