spot_img
HomeFréttirJakob í stuði gegn nýliðunum

Jakob í stuði gegn nýliðunum

Jakob Örn Sigurðarson gerði 33 stig í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Sundsvall Dragons styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með 101-87 sigri gegn nýliðum KFUM Nassjö.
 
Jakob var einnig með 3 stoðsendingar í leiknum og setti niður 9 af 10 vítum sínum. Hlynur Bæringsson bætti svo við 9 stigum, 11 fráköstum, 4 stoðsendingum og 6 stolnum boltum.
 
Pavel Ermolinskij og Norrköping Dolphins máttu sætta sig við naumt tap á útivelli í kvöld, 83-77, þegar liðið mætti LF Basket. Pavel var í byrjunarliðinu og skoraði 13 stig og tók 6 fráköst og stal 2 boltum.
 
Staðan í sænsku deildinni
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. Dragons 21 18 3 36 1908/1664 90.9/79.2 9/1 9/2 94.7/79.4 87.4/79.1 4/1 9/1 +2 +9 +1 5/1
2. Uppsala 21 15 6 30 1766/1592 84.1/75.8 8/3 7/3 85.5/73.8 82.5/78.0 3/2 8/2 +1 +5 -1 3/1
3. Vikings 22 14 8 28 1856/1781 84.4/81.0 8/3 6/5 87.5/79.5 81.2/82.5 4/1 8/2 +2 +4 +1 5/4
4. Borås 21 14 7 28 2022/1923 96.3/91.6 8/2 6/5 94.0/86.5 98.4/96.2 3/2 5/5 -2 -1 -1 4/3
5. Kings 19 14 5 28 1564/1366 82.3/71.9 8/2 6/3 86.5/74.9 77.7/68.6 5/0 7/3 +6 +4 +2 2/3
6. Dolphins 21 13 8 26 1693/1583 80.6/75.4
Fréttir
- Auglýsing -