spot_img
HomeFréttirJakob hugsanlega um kyrrt hjá Vigo

Jakob hugsanlega um kyrrt hjá Vigo

10:48

{mosimage}

Ekki er útilokað að spænska körfuboltaliðið Gestiberica Vigo leiki áfram í spænsku LEB 2-deildinni sem liðið féll úr í vor. Með liðinu lék landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðsson, sem nú er samningslaus. Einhver lið í deildinni hafa verið í fjárhagsvandræðum og því er mögulegt að Vigo geti haldið sæti sínu. Jakob tjáði Morgunblaðinu í gær að ef sú yrði niðurstaðan þá væri hugsanlegt að hann yrði áfram í herbúðum félagsins.

{mosimage}

,,Umboðsmaður minn er að athuga hvað er í boði en við erum með tengilið á Spáni og það er í forgangi hjá mér að halda áfram í LEB-2 deildinni á Spáni. Besti körfuboltinn sem spilaður er í Evrópu er á Spáni og á síðustu leiktíð spilaði ég í rúmlega hálftíma í hverjum leik. Mér gekk því ágætlega og tel að á næstu leiktíð gæti ég fallið enn betur inn í körfuboltann á Spáni, enda orðinn færari í tungumálinu.

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -