spot_img
HomeFréttirJakob funheitur með 26 stig í hálfleik

Jakob funheitur með 26 stig í hálfleik

 
Búið er að blása til hálfleiks í oddaviðureign Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins í úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á heimavelli Sundsvall og eru Drekarnir í svaðalegum gír og leiða 62-40!
Jakob Örn Sigurðarson hefur farið hamförum í fyrri hálfleik, kappinn er kominn með 26 stig og búinn að setja niður 6 af 7 þristum sínum fyrstu 20 mínúturnar. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 32-15 Sundsvall í vil og síðar 62-40 í hálfleik.
 
Hlynur Bæringsson er svo kominn með 6 stig og 5 fráköst og fátt ef nokkuð flækist fyrir Sundsvall á heimavelli þegar Drekarnir eru í þessum gír. Síðari hálfleikur hefst svo eftir nokkrar mínútur og lifandi tölfræði má nálgast á heimasíðu sænska sambandsins:
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -