23:21
{mosimage}
Landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson skrifaði í dag undir samning við ungverska liðið Kecskemeti. Ungverjarnir gerðu honum tilboð fyrir skömmu og var Jakob nokkra stund að velta málunum fyrir sér.
Við komuna frá Finnlandi í dag skrifaði hann svo undir samninginn sem komið hafið undirritaður frá Ungverjalandi um helgina. Kecskemeti endaði í 9. sæti í ungversku deildinni síðasta vetur og stefna enn hærra í vetur.
Karfan.is heyrði Jakobi í dag og spurði hvernig honum litist á að fara til Ungverjalands.
Mer líst bara vel á að fara til Ungverjalands. Þetta er gott tækifæri til að sanna sig í góðri deild ásamt því að kynnast nýju landi og menningu.
Hvað veistu um ungverska boltann?
Ég veit að það er spilaður fínn bolti þarna og að það er áhugi fyrir honum í landinu. Það er góður fjöldi áhorfenda sem mæta á leiki og mynda góða stemmningu og því ætti að vera mjög gaman að spila þarna.
Hver eru markmið liðsins?
Markmið liðsins eru þau sömu og hvers annars liðs…..að vinna allt sem hægt er að vinna. Liðið er gott og þjálfarinn er mjög fær, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ungverjalands. Vonandi smellur allt saman og við náum góðum árangri.
Mynd: www.karfan.is