spot_img
HomeFréttirJakob áfram hjá Borås

Jakob áfram hjá Borås

Jakob Örn Sigurðarson mun leika áfram með Borås Basket á næstu leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í dag. 

 

Jakob er þar með að fara inní sitt fjórða tímabil hjá Borås en hann hefur leikið í tíu ár í Svíþjóð. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið gríðarlega sterkur í deildinni og segir í tilkynningu Borås að öll lið myndu vilja hafa Jakob innan sinna raða. Það var nokkuð ljóst að Jakob yrði áfram í Svíþjóð en ekki var víst að Borås yrði áfangastaðurinn, nú hefur hinsvegar verið slegið á allar efasemdarraddir. 

 

„Það er frábær tilfinning að vera búinn að skrifa undir. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá tækifæri til að spila mitt fjórtánda tímabil í atvinnumennsku, mitt tíunda í Svíþjóð og fjórða árið hjá Borås Basket.“ segir Jakob Sigurðarson á heimasíðu félagsins. Þeir kalla Jakob "Ísmanninn" þar en margir íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á því viðurnefni erlendis. 

 

Fréttir
- Auglýsing -