spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJaka Brodnik til Keflavíkur

Jaka Brodnik til Keflavíkur

Framherjinn Jaka Brodnik hefur samið um að leika með Keflavík á næsta tímabili í efstu deild. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Brodnik kom upphaflega til Íslands til Þórs fyrir tímabilið 2018-19. Tímabilið eftir, 2019-20, flutti hann sig í Skagafjörðinn þar sem hann hefur leikið síðan með liði Tindastóls. Í 24 leikjum með Tindastól á yfirstandandi tímabili hefur hann skilað 15 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

20 spurningar – Jaka Brodnik (Tindastóll)

Tilkynning:

Jaka Brodnik semur við KeflavíkEftir sætan sigur gegn KR er virkilega gaman að segja frá því að Jaka Brodnik hefur skrifað undir samning við Keflavík fyrir næsta tímabil. Jaka sem hefur stimplað sig inn sem einn af bestu leikmönnum Dominos deildar undanfarin ár mun smellpassa inn í okkar lið og við vitum að það verður tekið vel á móti þessum gæðaleikmanni.

Fréttir
- Auglýsing -