Ivory Crawford leikmaður Breiðabliks eftir sigur gegn Haukum í Maltbikar kvenna
Hvað vann leikinn í kvöld?
Þolinmæði, mikil þolinmæði vann þennan leik. Liðið ræddi það fyrr í vikunni að vörnin þyrfti að batna, það væri stærsta markmiðið fyrir þennan leik og það sem eftir lifði tímabils. Á seinustu æfingum höfðum við sýnt fram á að við ætluðum að verða ákafari í vörninni og þetta snýst allt um þá skuldbindingu. Það var munurinn í kvöld.
Þið takmörkuðuð Cherise Daniel nokkuð vel, hún skoraði einungis 13 stig í leiknum. Hvernig vörðust þið gegn henni? Var þetta liðsátak?
Við spiluðum góða hjálparvörn og töluðum saman. Allar voru skuldbundnar, allur bekkurinn var sífellt að minna okkur á hvað við ætluðum að gera og vera þolinmóðar.
Þið fáið núna næstum tvær vikur í hlé, hvað verður gert í fríinu?
Höldum áfram að æfa. Við ætlum að halda áfram að vinna í vörninni og allar ætla að sinna sínum einstaklingsbundnu hlutum sem að þau vilja gera betur. Ég er strax orðin spennt fyrir því að undirbúa mig fyrir næsta leik. Engir frídagar!