spot_img
HomeFréttirIverson mættur til Detroit

Iverson mættur til Detroit

 Allen Iverson hefur síðustu daga verið að pakka niður í kassa og undirbúið flutning sinn til Detroit frá Denver.  Nú er kappinn mættur í “Motor-City” og kveðst spenntur fyrir verkefninu framundan.  “Mig langar að vera púslið í spilið sem mun koma liðinu yfir þann hjalla sem það hefur ekki komist yfir síðustu ár” sagði Iverson á blaðamannafuni vestra í gær.

Kannski ekki allir vita þá staðreynd að fyrir tímabilið 2000-2001 munaði örlitlu að Iverson færi frá Philadelphia 76ers yfir í Detroit. Það ár einmitt leiddi hann 76ers liðið í úrslit NBA deildarinnar og var valinn MVP. Hann náði hinsvegar ekki í meistaratign.

“Ég hef skorað flest stig í deildinni, ég hef verið valinn í all star leikinn margsinnis en aldrei hef ég náð mínu mikilvægasta markmiði til þessa, og það er að vinna titil í NBA” sagði Iverson einnig.

Fréttir
- Auglýsing -