12:08
{mosimage}
Allen Iverson verður ekki í leikmannahópi Denver Nuggets í kvöld þegar liðið mætir Portland Trail Blazers í NBA deildinni. Iverson er tognaður á hægri ökkla en meiðslin áttu sér stað á aðfararnótt þriðjudags í leik Nuggets og Charlotte Bobcats þar sem Bobcats fóru með 105-101 sigur af hólmi.
Meiðslin áttu sér stað í fyrsta leikhluta í leik liðanna en það hindraði Iverson ekki í því að salla niður 31 stig í leiknum. Iverson sagði við fjölmiðla vestra að hann hélt það myndi duga að teipa ökklann en þegar hann fór svo út af í fjórða leikhluta stífnaði ökklinn upp. Carmelo Anthony meiddist lítilliga á úlnlið en hann verður leikfær í kvöld.