spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍvar um brotthvarf Michaela Kelly úr liði Blika "Ljóst að það er...

Ívar um brotthvarf Michaela Kelly úr liði Blika “Ljóst að það er verið að brjóta á okkur”

Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í Smáranum í Subway deild kvenna, 57-96. Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Breiðablik er í 6. sætinu með 10 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ívar Ásgrímsson þjálfara Breiðabliks eftir leik í Smáranum. Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld hina bandarísku Michaela Kelly. Munaði það um minna fyrir Blika, en Michaela hefur verið frábær fyrir þær það sem af er vetri, skilað 24 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Michaela ekki hafa verið með vegna samnings sem hún gerði við WNBA lið Indiana Fever um að taka þátt í undirbúningstímabili þeirra. Samkvæmt Ívari fékk liðið að vita þetta í gær, en félagið lítur á þetta sem brot á gerðum samning við leikmanninn.

Fréttir
- Auglýsing -