spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍvar: Margt sem gekk ekki upp hjá okkur

Ívar: Margt sem gekk ekki upp hjá okkur

Grindavík lagði Hauka fyrr í kvöld í DB Schenker höllinni í Hafnarfirði. Sigurinn mikilvægur fyrir Grindavík, sem eiga í harðri baráttu við ÍR og Hauka um sæti í úrslitakeppninni.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við þjálfara Hauka, Ívar Ásgrímsson, eftir leik í Hafnarfirði en hann var vonsvikinn eftir leik en þó sáttur með baráttu sinna manna:

Það fyrsta sem má benda á að þið lendið 17 stigum undir um miðjan annan leikhluta. Það er svolítið stór bita að kyngja.

Jájá, en við komum vel til baka. Strákarnir voru að leggja sig fram en við bara hittum illa. Við náðum ekki að tengja saman körfur og stopp, sérstaklega í fjórða leikhluta, alltaf þegar við náðum góðum körfum í sókninni þá fengum við á okkur þrist eða Óli fékk drive eða eitthvað slíkt. Þannig að okkur vantaði svona aðeins tengingu og ná smá rönni. Það vantaði rönnin hjá okkur í þessum leik.

Mér fannst vörnin ekki góð, alla veganna fyrsta korterið. Þið hefðuð tæplega unnið lið eins og Tindastól og Keflavík með þessari vörn?

Jah, ég veit ekkert um það. Við hentum Grindarvíkurliðinu kannski ekkert rosalega vel, þeir voru með Kuiper sem stóran mann sem hitti vel í þessum leik, við vorum í svolitlum vandræðum þar. Við erum með Kristján og Russell inná en Haukur er meiddur núna eins og sást á honum hann var bara hálfur maður. Við höfum illa efni á því með Kidda M meiddan. Það var margt sem gekk ekki upp hjá okkur fyrir þennan leik. Við hittum illa og þá er þetta erfitt. Ég er ekki sammála því að við hefðum ekki unnið einhver önnur lið á þessu – eins og Grindavíkurliðið spilaði núna þá eru þeir kannski ekkert mikið slakari en þau.

Akkúrat. Þið eigið Stjörnuna eftir heima…

Já, og Þór úti í næsta leik. Við þurfum einn sigur og við þurfum bara að treysta á það að ÍR vinni ekki leik. Við þurfum bara að rífa okkur upp eftir þetta sára tap…

…og þið verðið bara að halda í vonina…

Jájá…það er ekkert annað í boði!

 

 

Viðtal / Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -