spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍvar: Held að menn hafi verið svolítið fljótir að afskrifa okkur

Ívar: Held að menn hafi verið svolítið fljótir að afskrifa okkur

Haukar unnu góðan sigur á Val á útivelli fyrr í kvöld, 88-95. Leikurinn var í fyrstu umferð Dominos deildar karla.

Meira má lesa um leikinn hér.

Ívar Ásgríms var tekinn tali eftir þennan flotta sigur hans manna. Það mátti heyra á honum að hann væri svolítið ósáttur með trúleysi undirritaðs og fleiri á liðinu.

Undirritaður glopraði því út úr sér í byrjun viðtalsins að hann ætti bara enn svolítið erfitt með að trúa því að leikurinn hafi endað með sigri Hauka vegna þess að liðið leit frekar illa út í öðrum leikhluta. Ívar benti þá réttilega á að körfuboltaleikur eru fjórir leikhlutar og að liðið hafi ekki verið nema átta stigum undir í hálfleik þrátt fyrir allt og þar af leiðandi átt talsvert mikið inni.

Viljinn og baráttan svo í liðinu í seinni hálfleik – ef það er ekki eitthvað til að taka með sér í næstu leiki þá veit ég ekki hvað. Það var ótrúleg barátta í liðinu og við vorum frábærir í þessum leik fannst mér. Við duttum eitthvað aðeins niður, það gerist, en við eigum landsliðsmann inni. Ég held að menn hafi verið svolítið fljótir að afskrifa okkur.

Vissulega. Þú hefur ekkert verið smeykur við það að halda áfram með liðið þrátt fyrir að hafa misst allt byrjunarliðið í burtu eftir síðasta tímabil og frábært að byrja með flottum sigri í fyrsta leik.

Ég hef talað um það allan tímann að við erum með góðan mannskap, við erum með gott starf í Haukum. Við erum með stráka sem hafa kannski verið að sitja svolítið á bekknum, Arnór og Hilmar og fleiri sem voru að koma inn í dag og voru bara frábærir. Ég er bara stoltur af strákunum. Það sem við tökum út úr þessu er baráttan og viljinn.

Án þess að draga úr þætti Arnórs, Hilmars og allra strákanna þá var Oliver líka alveg frábær í leiknum.

Marques var frábær og vörnin hjá Matic var líka frábær. Hann tók Bracey út í fyrri hálfleik og svo settum við hann á Kanann þeirra í seinni og ég held að Kaninn hafi ekki séð körfuna og varla fengið boltann. Við spiluðum góða vörn á Bracey líka og Hilmar bætti varnarleikinn hjá sér í seinni hálfleik.

Einmitt. Það er enginn að fara að valta yfir ykkur í vetur?

Nei, ég ætla rétt að vona ekki. Það sem við þurfum að taka út úr þessum leik er að við þurfum að læra og sjá hvað við getum ef við leggjum okkur fram en ef við gerum það ekki erum við vafalaust drullulélegir.

Valsmenn létu sig hverfa við fyrsta tækifæri og gáfu ekki færi á viðtali. Það er kannski draugaganginum að Hlíðarenda að kenna…

Fréttir
- Auglýsing -