13:30
{mosimage}
Síðasti spámaðurinn að þessu sinni er Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, sem hampaði Lýsingarbikarnum á síðustu leiktíð. Stúdínur lágu gegn Haukum í 8-liða úrslitum og spáir Ívar því að Haukakonur verði í Höllinni ásamt Keflavík. Ívar segir einnig að bræðurnir Jón Arnar og Pétur muni hittast með lærlinga sína í Höllinni.
Sunnudagur 28. jan: Grindavík – Haukar, kvk, kl. 17:00
Held að Haukar vinni þennan leik með um 10 stiga mun. Haukarnir eru með breiðan hóp og þær vita mjög vel sitt hlutverk í liðinu. Grindavík gæti þó tekið þetta ef þær hitta úr 3ja stiga skotunum sínum. Grindavík er með besta erlanda leikmann deildarinn og þurfa Haukarnir að stöðva hana en þær eru aftur á móti mjög veikar í kringum teiginn og einnig í fráköstum. Haukarnir eru gríðarlega öflugar í fráköstum og vinna leikinn á því.
Sunnudagur 28. jan: Grindavík – ÍR, kk, kl. 19:15
Þetta gæti orðið jafn og skemmtilegur leikur, held samt að Grindavík nái sigri og þá aðallega útaf heimavellinum. ÍRingar hafa aftur á móti verið að spila mjög vel eftir að Jón Arnar tók við og Hreggviður og Nate komu inn á svipuðum tíma. Spái að Grindavík vinni með 3 stigum en vona samt að Jón Arnar nái að berja baráttuanda í sína menn og komist í Höllina á móti bróður sínum.
Sunnudagur 28. jan: Hamar/Selfoss – Keflavík, kk, kl. 19:15
Keflavík tekur þennan með 15 stigum. Þessi leikur verður þó jafn fram að miðjum þriðja leikhluta en þá kemur reynslan í ljós og Maggi hittir nokkrar bombur. Mjög erfitt er að spila í Hveragerði, þröngur völlur og því gætu Keflvíkingar verið í erfiðleikum með grimma Hamarsmenn þar sem þeir eru sterkir í kringum teiginn og hafa einnig öfluga 3ja stiga skotmenn. Margir hafa farið flatt á því að vanmeta drengina hans Péturs.
Mánudagur 29. jan: Keflavík – Hamar, kvk, kl. 19:15
Þetta ætti að vera nokkuð auðveldur sigur Keflavíkurstúlkna. Þær lentu þó í vissu áfalli með útlendinginn í vikunni en þær eiga samt að vinna þennan leik þó þær myndu spila án útlendings. Keflavíkurliðið hefur verið að spila nokkuð vel í vetur og hafa ungu stúlkurnar, s.s. Kara, Bryndís og María Ben verið að spila mjög vel. Hamarsliðið á í miklum vandræðum með leikstjórnunarstöðuna og átt í erfiðleikum með að koma boltanum upp völlinn. Held þó að nýr leikstjórnandi frá Noregi verði orðinn lögleg í þessum leik og ætti hún að styrkja þær töluvert, samt ekki nóg og spái ég öruggum sigri
Keflavíkurstúlkna.
Sjá spá Benedikts Guðmundssonar
{mosimage}