Sindir hefur samið við Ivan Delgado um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Ivan er 23 ára, 196 cm bakvörður frá Lúxemborg sem kemur til liðsins frá BBC Etzella Ettelbruck í heimalandinu. Þar skilaði hann 11 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili, en árið 2019 vann hann bæði deild og bikar með félaginu. Þá hefur hann einnig verið í landsliði Lúxemborg og hefur meðal annars leikið með því gegn því íslenska.
Tilkynning:
Næstur í tilkynningar röðinni er Lúxemborgski landsliðsmaðurinn Ivan Delgado. Ivan er 23 ára, 196 cm bakvörður sem kemur frá BBC Etzella Ettelbruck í Lúxemborgsku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð var hann með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í leik. Árið 2019 varð Ivan bikar- og deildarmeistari með félaginu á sínu öðru ári. Sem fyrr segir er Ivan í landsliði Lúxemborg og spilaði tvo leiki á móti Íslandi þar sem hann kom við sögu í um 15 mínútur í hvorum leik og stóð sig með ágætum. Ivan er hávaxinn, teknískur og leikinn bakvörður sem getur skorað með fjölbreyttum hætti og sótt fráköst í bæði sókn og vörn, sem minni bakverðir ná öllu jafna ekki. Ivan er spenntur fyrir komandi leiktíð og hafði þetta um málið að segja “Im very happy to sign with karfa sindri and be a part of this organization! I cant wait to finally start with my new team! What more can i say? Áfram Sindri ”Við bjóðum Ivan hjartanlega velkominn til Sindra og erum ekki síður spennt fyrir komandi átökum!