spot_img
HomeFréttirÍtölsk lið hafa áhuga á Jóni Arnóri

Ítölsk lið hafa áhuga á Jóni Arnóri

15:09

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaður í körfuknattleik hefur enn ekki ákveðið sig hvar hann muni leika á næstu leiktíð. Jón Arnór var í Íslandsmeistaraliði KR á síðustu leiktíð en hann fór síðan til Ítalíu þar sem hann lék með Benetton Treviso á lokakafla deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni. Frá þessu er greint á www.mbl.is

Á undanförnum vikum hefur Jón Arnór dvalið í Los Angeles í Bandaríkjunum við æfingar en hann hafnaði því að leika í sumarbúðum hjá NBA liðum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Skotbakvörðurinn kemur til Íslands á næstu dögum og mun hann fara yfir stöðuna með umboðsmanni sínum. Honum stendur til boða að semja á ný við Benetton og þá hafa fyrirspurnir komið frá fleiri liðum á Ítalíu.

www.mbl.is

Mynd: Heimasíða Benetton

Fréttir
- Auglýsing -