Val á íþróttamanni ársins 2020 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:40. Tveir körfuknattleiksleikmenn eru á topp tíu listanum sem gefinn var út á dögunum fyrir kvöldið. Leikmaður Casademont Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson hjá Valencia, en báðir leika þeir í bestu deild Evrópu, ACB deildinni á Spáni.