KR hefur samið við eftirmann Dino Stipcic hjá liðinu en ítalskt-bandaríski leikmaðurinn Mike DiNunno mun leika með liðinu út tímabilið. Rúv greindi frá þessu í morgun.
DiNunno er 28 ára leikstjórnandi sem leikið hefur í evrópu frá 2013 sem atvinnumaður. Þar áður lék hann með Nothern Illinois og Eastern Kentucky en í fyrri skólanum hlaut hann viðurkenningu sem einn af betri leikmönnum deildarinnar.
Síðan þá hefur hann leikið í Búlgaríu, Bretlandi og Grikklandi við góðan orðstýr. Leikmaðurinn er fæddur í Bandaríkjunum en með ítalskt vegabréf og getur því leikið sem Bosman leikmaður.
KR sigraði Skallagrím í fyrsta leik deildarinnar á nýju ári en Mike var ekki með liðinu þar. Hann ætti hinsvegar að geta verið með íslandsmeisturunum í næsta leik gegn Keflavík næsta föstudagskvöld.