Ísland mun um næstu helgi leika tvo leiki gegn Ítalíu í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll á föstudag, en mánudaginn eftir helgi mun liðið leika gegn þeim ytra í Reggio Emilia.
Hérna er hægt að kaupa miða á heimaleikinn
Ítalir tilkynntu á dögunum hvaða 23 leikmenn þeir myndu vera með í æfingahóp sínum fyrir leikina tvo. Hægt er að skoða leikmannahópinn hér fyrir neðan, en ljóst er að um gríðarlega sterkan hóp er að ræða, þar sem flestir leikmanna liðsins leika í sterkri efstu deild heimalandsins. Þá eru þar einnig nokkrir leikmenn sem leika með sterkum liðum í Tyrklandi og á Spáni.
Nokkur hængur virðist þó á að leikmenn EuroLeague liða þeirra nái báðum leikjunum, en samkvæmt fréttatilkynningunni munu þeir aðeins vera klárir eftir 23. nóvember, eða í seinni leik liðanna. Þar mun t.a.m. leikmaður Fenerbahce Nicholas Melli vera með ítalska liðinu.
23 leikmanna hópur Ítalíu:
Nicola Akele, Davide Alviti, Grant Basile, Guglielmo Caruso, Davide Casarin, Mouhamet Diouf, Diego Flaccadori, Nicolo Melli, Davide Moretti, Saliou Niang, Alessandro Pajola, John Petrucelli, Achille Polonara, Federico Poser, Giampaolo Ricci, Riccardo Rossato, Dame Sarr, Luca Severini, Marco Spissu, Amedeo Tessitori, Stefano Tonut, Michele Vitali