Af þeim 12 liðum sem þegar geta farið áfram úr Evrópu á lokamót HM 2023 eru aðeins þrjú örugg, Finnland, Lettland og Þýskaland.
Á morgun geta hinsvegar sex lið bæst í þennan hóp, Grikkland, Slóvenía, Frakkland, Litháen og úr riðil Íslands, Spánn og Ítalía.
Bæði Spánn og Ítalía þurfa að vinna leiki sína á morgun til þess að vera öruggir á lokamótið. Spánn gegn Hollandi og Ítalía gegn Georgíu.
Ísland, Georgía og Úkraína eiga öll enn möguleika á að taka þriðja sæti riðilsins, en Holland hafa þegar misst af tækifærinu til þess að tryggja sig á lokamótið.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil