spot_img
HomeFréttirIsrael: Velgengnin á Króknum ruddi veginn

Israel: Velgengnin á Króknum ruddi veginn

Karfan.is hafði samband við Israel Martin, nýráðinn þjálfara Bakken Bears og fyrrverandi þjálfara Tindastóls og ræddi við hann um nýja starfið.

 

Hafði velgengi ykkar hjá Tindastóli áhrif á að þetta varð að veruleika hjá þér?

 

– Að sjálfsögðu. Við stóðum okkur mjög vel á síðustu leiktíð. Leyndardómurinn á bakvið þetta var bara vinna og samstaða frá upphafi til enda. Niðurstaðan var frábær.

Ég er þakklátur körfuboltafjölskyldunnar hjá Tindastóli og öllum íbúum Sauðárkróks. Þetta var frábært tímabil og ekki bara körfuboltinn, heldur líka hvernig allir tóku á móti mér og fjölskyldu minni. Ég óska þeim alls hins besta.

 

Hvernig er danskur körfubolti ólíkur þeim íslenska?
 

– Í sannleika sagt veit ég það ekki nákvæmlega, en ég fylgdist vel með núna í dönsku úrslitunum síðast. Í Danmörku spila þeir mikið með hávöxnum leikmönnum og "hreinræktuðum" miðherjum.  Mikið af hávöxnum leikmönnum þar sem eru vel yfir tvo metra.  Það er eiginlega mesti munurinn. Einnig formfastari körfubolti og meira "physical". Hvorki betri né verri – bara öðru vísi.

 

Munu Bears leita til Íslands eftir leikmönnum til að manna hópinn á næstu leiktíð?

 

– Ég mun reyna að taka inn bestu mögulegu leikmenn fyrir liðið.  Á Íslandi eru mjög góðir leikmenn sem gætu gert góða hluti í Danmörku – að sjálfsögðu.

 

Hver eru markmið Bakken Bears fyrir næstu leiktíð og framtíðina?

 

– Bakken Bears spila alltaf um meistaratitilinn og reyna að komast í Eurochallenge.  Það eru vissulega markmiðin fyrir liðið.

Fréttir
- Auglýsing -